RÚV fleiprar um fasisma

Viðvaningshátturinn á fréttastofu ríkissjónvarpsins heldur áfram. Kannski er það engin tilviljun að fláttskapurinn nái sérstöku hámarki þegar rætt er um Evrópusambandið.

 Í kvöldfréttum RÚV í dag, 17. maí var Eiríkur Bergmann, æviráðinn álitsgjafi RÚV OHF í Evrópusambandsmálum mættur með fasistastimplana sína eins og venjulega.

Rætt var um stjórnmálaflokka sem hafa það mál efst á stefnuskrá sinni að standa gegn frekari pólitískum samruna gömlu Evropu.

Allir voru þeir snöfurmannlega afgreiddir sem fasistar, eins og flestir sem hafa eitthvað við það að athuga að aldagömul ríki leggi réttarkerfi sín í rúst og selji fullveldi sitt í hendur gamalla sovétkommúnista eða fylgismanna og aðdáenda Mao Tse Tungs eins og þeirra sem nú gegna forystuhlutverki í politbjúróinu í Brussel.

Til hvers?  Jú, til þess að beita megi sameiginlegu afli hinna frjálsu og ríku gegn villimönnum eins og Milosovich, Karadzich, Mladich og nú Pútin. Mönnum sem viðhafa dálítið annan söguskilning en yfirstéttin í Brussel sem slafrar í sig niðurgreiddar steikur af frönskum tuddum og skolar þeim niður með ríkisstyrktum veigum úr Mosel dalnum.

Nigel Farage er forystumaður andstöðu hins evrópska samruna í Evrópuþinginu, mótfallinn stjórnlausum innflutningi fátæklinga frá austur Evrópu og víðar. Hann er samt ekki alveg eins mikill fasisti og hinir skv. RÚV eins og sn. kollegi hans frá Hollandi, Geert Wilders og ýmsir aðrir.

Hví skyldi það vera? Er það af því Farage á þýska konu? Er þetta kannski bara kurteisi hjá þessum pólitísku tískulöggum sem stjórna erlendum fréttaflutningi á hinu ríkisrekna sjónvarpi?

Bretar hafa tekið á móti um 4 milljónum efnahagslegra flóttamanna frá austur Evrópu á sl. 10 árum. Sviss, sem er ekki í ESB hefur tekið á móti 2 milljónum manna og fundið þeim öllum vinnu og annað viðurværi. Velferðarkerfi þessara landa eru á ystu nöf. 

Sósíalistar og aðrir veruleikafirrtir atvinnustjórnmálamenn í Vestur Evrópu og aðrir sem halda að verðmæti séu framleidd með seðlaprentun álíta að enginn vandi fylgi fólksflutningum af þessari stærðargráðu.

Þeir láta kjósa sig í stjórnir ríkis og bæja eins og þeir hafa alltaf gert, út á loforð um brauð og leiki ef aðeins þeir fái að halda velinum. Hvað verða grikkir marga áratugi að greiða til baka pappírinn sem Draghi er búinn að prenta handa þeim? Peninga sem búnir eru til úr lofti einu saman.

Sögulegir endurskoðunarsinnar eins og þeir sem RÚV notar í sínum litaða fréttaflutningi verða fyrr eða síðar að fást við veruleikann.

Forvígismenn fréttastofunnar myndu gera vel í að kaupa eins og tíu eintök af kennslubók í sagnfræði sem nær yfir tímabilið frá 1760 - 1950 svo dæmi sé tekið og nota það gjarnan áður en snúningur er settur á fréttir eins og þær sem jafnan eru fluttar af málum eins og þeim sem tengjast Evrópusambandinu.

Erlendur fréttaflutningur stofnunarinnar, sérstaklega Ríkissjónvarpsins er til skammar. Þjóðin býr við raunverulegt fréttabann af erlendum vettvangi, nema þegar kemur að sérstökum áhugamálum þeirra sem sitja við prjónavélar stofnunarinnar.

Þá er allt sett í gang við að "miðla" því sem rétt þykir og nauðsynlegt og neftóbaksliðinu sem enn vermir ganga stofnunarinnar þykir hæfilegt að sótsvartur almúgi þessa afskekkta lands fái að vita.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur þið hafið þetta fífl Eirík Bermann í Borgarfiðinum, vonandi komið þið í veg fyrir að hann fjölgi sér. Auðvitað heldur hann því að vaxandi andstaða sé í Evrópu sé við ESB og það eru í hans huga hægrið öfgamenn. Það þýðir að sjálfsögðu að hörðustu stuðnigsmenn fyrir ESB séu vinstri öfgamenn eins og Eiríkur Bergmann. Verð að játa, að ég flokka hann hvorki sem hægri eða vinstri öfgamann, heldur fyrst og fremst sem bjána.

Sigurður Þorsteinsson, 17.5.2014 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Menn geta tjáð sig um allt og ekkert eins og þeir vilja. Hér ríkir praktískt ritfrelsi, eins og Matthías Johannessen orðaði það…. og auðvitað skoðanafrelsi líka. En hvað eru hámenntaðir menn og góðir fræðimenn að gengisfella sig með þáttöku í því sem ekkert er annað en pex og skrum.

Vandinn er þessi: Evrópusambandið er alls ekki sú háborg frelsis og friðar sem að var stefnt. Búið er að snúa Rómarsáttmálanum upp í það sem öll svona fjölþjóðleg fyrirbæri enda í; skrifræði, fáræði og spillingu. Hvar eru uppáskriftirnar á ársreikninga sambandsins sl. 17 ár?

Hvar er fylgispektin við samnnga sem aðildarríkin hafa gert um stöðugleika og hagvöxt?

Svarið er að allt þetta er farið í vaskinn. Öllum þessum fögru fyrirheitum hefur verið sturtað niður til þess að koma á stjórnmálalegum samruna. UIndir öðru nafni þýðir það miðstýring embættismanna og atvinnupólitíkusa sem enginn hefur kosið til nokkurs hlutar og enginn sem horfir til Brussel frá jöðrunum getur gert hið minnsta til að fjarlægja eða veita andstöðu.

Það er einræði, sama hverju nafni nefnist.

Það er einmitt þannig að þegar menn verða undir í lýðræðislegum verkferlum, þá fara þeir að tala um lýðræði. Þegar valdhafarnir verða undir og sjá eymd sína fara þeir að tala um menntað einveldi. Þessar háskalegu hneigðir hafa ítrekað komið fram hér og annarsstaðar á síðastliðnum árum.

Friðrik II af Preussen er löngu dauður. Hann var KANNSKi undantekningin frá reglunni sem kennir okkur að einvaldar eru siðblind skrímsli. Og það er einmitt ágætt fyrir nútíma evrópumenn að meta vígstöðuna sem þeir eru í gagnvart þeim sem nú horfir löngunarugum til vesturs og hefur hótað að skrúfa fyrir hitaveituna í Evrópu ef menn ekki makka.

Guðmundur Kjartansson, 17.5.2014 kl. 23:36

3 identicon

Ég sé alla vega eftir þessum 18 þúsundum árlega sem ég borga í þetta bákn. Það á einfaldlega að einkavæða RÚV, taka það af spenanum. Þær fáu hræður sem svo vilja horfa á draslið sem er sent út, geta keypt sér myndlykil. Það er ekki bara út af ESB-áróðrinum, heldur líka þessari arfalélegu dagskrá. Ég hélt að hún gæti ekki versnað með nýjum dagskrárstjóra, en mér skjátlaðist.

Pétur D. (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 00:59

4 identicon

Þetta er skratti góður pistill og sorglegt að sjá hvernig einhver undarlegur landlaus vinstrispuni er að velta hér yfir allt. Þetta ESB trúboð er farið að minna óhunganlega mikið á gamla sovét trúboðið, fullt af góðu fólki er farið að sogast með í vitleysuna og lætur fallerast af skruminu.    

Kanski er þetta afleiðing hrunsins. Við fyrstu sýn var það í boði þjóernisuppblásinnar markaðshyggju,frjálshyggju og lélegs gjaldmiðils og því telja menn að allt sem er sam- eitthvað og vinstri- eitthvað hljóti að vera gott.  En þá gleyma menn allavega þrennu:

Í fyrsta lagi þá varð svo kallaða fyrsta hreina vinstri stórnin á Íslandi til þess að sýna manni fram á gagnsleysi og úrræðaleysi sitt þegar á reyndi sem og þjóðhættulega tilburði til að koma þjóðinni í skuldahlekki til að þjónkast Brussel. Þar lá við að sam-eitthvað og vinstri-eitthvað yrði þjóðinni að falli á ögurstundu.

Í öðru lagi varð hrun víðar en á Íslandi og þó svo lönd hafi verið innan ESB þá hjálpaði það lítt og þó krónan hafi vissulega verið misnotuð til að búa til föls verðmæti þá var til bóta að hafa hana til að laga stöðuna aftur. 

Í þriðja lagi varð hrunið þrátt fyrir öll eftirlitskerfin og álagsprófanirnar og hvað þau heita nú öll þessi dásamlegu varnarkerfi sem við m.a. tókum upp með EES samningnum, Icesave óhugnaðurinn hefði meira að segja ekki orðið mögulegur án hans. Draumasamningur kratanna. Man einhver eftir því þegar Sighvatur Björgvinsson sagði hæðnislega að menn hefðu haldið að óvinirnir biðu í  röðum fyrir utan landsteinana og myndu koma inn við opnun EES samningsins en ekkert hefði gerst?  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 13:27

5 identicon

Guðmundur Kjartansson,þessi pistill þinn er mjög sannfærandi um hvernig þessi mál eru,og hafðu þökk.

Númi (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 15:08

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband