Vinsamlega ekki byrja þennan söng!

Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stöðu ríkissjóðs eru hreint yfirklór. Hver einasti einstaklingur sem eitthvað hefur fylgst með opinberri umræðu um skuldastöðu ríkissjóðs vissi að heildarskuldir ríkisins eru c.a. eitt stykki þjóðarframleiðsla eða sem nemur 10-12 milljörðum evra. Vaxtakostnaður hleypur á tugum milljarða, ca 80 milljarðar af snjóhengjunni og yfirdrættinum hjá AGS. Þá er það búin að vera þekkt stærð að afgangur af utanríkisversluninni dygði ekki fyrir þessum kostnaði. Þar vantar 60-80 milljarða árlega til að endar nái saman. Endilega, ekki fara út í þennan leikaraskap. Almenningur veit betur.

 

En stefnubreytingin sem þarf að eiga sér stað, snýst um að 450 milljarða vísitöluskafli sem bankarnir blésu yfir landið í október 2008 sé rutt í burtu. Setja þarf lög um afnám áhrifa hrunsins á vísitölu neysluverðs, tímabundið. Þarna er um að ræða eignarfærslu á efnahagsreikningum lánastofnana sem þarf að bakfæra. Ekkert efnislegt stendur á bak við þessa færslu. Þessi leiðrétting MUN EKKI gerast nema fyrir atbeina alþingis. Þetta er þverpólitskt mál og það leysir bæði Framsóknarflokkinn og SJálfstæðisflokkinn (ef þeir mynda stjórn) undan stærstum hluta loforðaklafans. Aðrir flokkar geta ekki, samvisku sinnar vegna, vikist undan aðkomu að þessu máli.

Það eru sérfræðingar bankanna sem hafa skrifað gervallan kröfuréttarkaflann í fræðikerfi íslenskrar lögfræði. Enginn dómstóll mun því geta fundið snaga til að hengja hatt sinn á gagnvart þeim í þessu máli. Það ætti að vera auðvelt að ná fram breiðri, þverpólitískri samstöðu í þinginu til að leysa þetta mál. Byrji bankarnir að mótmæla vitum við að við erum á réttri leið.

Hér með er skorað á stjórnmálamenn sem kosnir voru til þess að taka á þessum málum að koma hreint fram og segja að svart sé svart og hvítt sé hvítt. Niðurstaða nýafstaðinna kosninga sýnir að það er krafan. Hér þarf aðkomu allra flokka á þingi.

 Tímabært að ræða það opnberlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ekkert yfirklór á ferðinni.  Ríkisstjórnin hélt því fram í kosningabaráttunni að hallinn (ekki skuldirnar) væri um 3 milljarðar en raunin er trúlega á milli 20-40 milljarðar. Þetta skiptir máli og á þetta var Sigmundur að benda og ekkert annað.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 10:16

3 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Hér er enginn til sem heitir "Stefán Örn Valdimarsson" heldur kemur upp heimasíða Flesnborgarskóla þegar nafn viðkomandi er valið.

Vinsamlega skrifa undir NAFNI.

Því er hér með lokað á frekari athugasemdir við þennan póst.

Guðmundur Kjartansson, 15.5.2013 kl. 13:07

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 44839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband