Jaa, sko, nei sko, sjáiði til .....

Undandrátturinn er hafinn innan við sólarhring frá ákvörðun hæstaréttar í nýjasta málinu af mörgum sem þangað hefur verið áfrýjað vegna ríkisvarinnar rányrkju. Pamfílar ranglætisins eru taumléttir.

Starfsmenn bankanna á þingi og í ríkisstjórn SETTU lög nr. 151 -2010 TIL þess að hjálpa yfirboðurum sínum að sleppa undan réttaráhrifum áður genginna dóma réttarins í gjaldeyrislánamálum. Nýjasti dómurinn sýnir það ljóslega, þrátt fyrir skrautlegar yfirlýsingar um eitthvað allt annað. Þeir töldu sér heimilt vegna "sérstakra aðstæðna" að setja sértæk, afturvirk lög.

Almenna reglan í íslenskum kröfurétti er svona: Greidd krafa er DAUÐ krafa. En þeir héldu nú ekki. Dæmin skipta hundruðum, m.a.s. frá fólki sem hafði greitt upp lánasamninga að fullu og fengið þá senda kvittaða í pósti. Það fékk bakreikninga frá bönkunum. Kröfurnar skiptu hundruðum þúsunda og upp úr vegna steindauðra mála sem upp voru vakin vegna réttaráhrifa laganna, sem að sögn áttu að eyða allri réttaróvissu.

Orðbragðið er þannig að því VERÐUR að halda til haga um ókomin ár: Helgi Hjörvar kallaði sigur smælingjans og daglaunamannsins "tjón fyrir bankana" . Fjölmálaráðherrann hóf upp raust sína á þinginu og tók strax við að sá efasemdum um gildissvið dómsins frá í gær. Fleiri eru í startholunum.

Þið getið bókað að starfsmenn bankanna eru EKKI að vinna við reiknivélar, heldur ritvélarnar. Þar er verið að skrifa alveg glænýjar lögskýringar, skapandi lögskýringar þar sem efnt verður til nýrra málaferla. Á meðan berst svæfandi kliður úr reiknivélunum sem reikna hönd sinna herra dýpra ofan í vasa "viðsemjenda". 

Þið skuluð ekki halda niðri í ykkur andanum í bið eftir réttlætinu. Í undangengnum viðureignum smælingjans við kansellíið í tugtinu hefur það verið sótt til Strassbourg eða Haag. 

Hver er þá lexían?  Hún er sú, sem undirritaður hefur áður sett fram:

Hér þarf að stofna opinberan MÁLSVARNARSJÓÐ sem veiti fé til opinbers málarekstrar kúgaðra íslenskra ríkisborgara. Hinir fátæku og kúguðu eru nefnilega ævinlega settir í þá aðstöðu í viðureign sinni við sálarlaus skrímsli hins opinbera hervirkis  "að þeim sé ávallt fær sú leið að leita úrlausnar um sín mál fyrir dómstólum".

Þessi Klugheit des Kommissars sleppa því að það kostar 30.000 krónur á tímann + VSK að ráða sér lögmann. Þessari Gersku réttarríkiskenningu er otað að fólki sem situr í yfirveðsettum íbúðum, með útkeyrða, yfirveðsetta bíla, með tugþúsundir króna í skuld vegna "vanrækslugjalds"; í fatadruslum sem það hefur neyðst til að kaupa af sínum elskulega stórkaupmanni, sem líka á bankann og er hluthafi í ráðuneytinu OHF og þarf svo að hlusta og horfa á áróður um öll stærstu mál frá stofnun sem hefði vel sómt sér við hlið Pravda um 1960 - og BORGAR brúsann. ALLA brúsa.

Þessu er greinilega ekki lokið litli vin. Dómurinn tekur ekki til ÞÍNS lánasamnings vegna þess að þú varst í ósamstæðum sokkum þegar þú áritaðir hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið til í þessu Guðmundur.

Takk fyrir góða grein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2012 kl. 16:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sýnir ráðaleysi þessarar ríkisstjórnar að hún skuli beina brýnustu úrlausnarmálum heimilanna inn í dómskerfið. Þakka þér fyrir að beina athyglinni að þessum heigulshætti ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms Joð. Og þakka þér fyrir þessa góðu grein.

Ragnhildur Kolka, 17.2.2012 kl. 13:34

3 identicon

Skemmtilega ritað og alveg kórrétt að mínu viti.

Takk fyrir :)

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:51

4 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Takk fyrir skýr og jákvæð viðbrögð!

Það er óskiljanlegt að nokkur þingmaður, ráðherra eða embættismaður láti það henda sig í jafn alvarlegum aðstæðum og við nú erum í, að þjóðhollusta og gæsla viðkomandi að almannahag sé dregin í efa.

Að maður nú tali ekki um að almenningur sé laminn með gólftusku, endurtekið - af fólki sem hefur allan sinn feril talað fyrir slíkum hagsmunum.

En límið sem heldur stjórnmála- og embættismannaaðlinum saman er sterkara en óttinn við flenginuna sem kosningar eiga að vera eða gætu verið. Enda er það svo að íslendingar hafa í gegnum tíðina ekki verið neitt sérlega duglegir við að hreinsa til í opinberum stofnunum.

Sömu aðilar og hafa varið eignarrétt fjármálafyrirtækja á hrunbólugróðanum með tilvísunum í eignarréttarákvæði stjórnarskrár,  telja það sjálfsagt að brjóta sömu ákvæði hennar á fátæklingum og bitu höfuðin af öllum skömmum með að lögfesta það með afturvirkum hætti. 

Ætli þessu verði nokkurn tíma slegið við?

Takk og góðar stundir!

Guðmundur Kjartansson, 17.2.2012 kl. 18:21

5 Smámynd: Sólbjörg

Þakka þér fyrir pistill sem er umbúðalaus og meitlaður. Það virðist vera staðreynd að fjármála- og bankastofnanirnar stjórna öllu sem þá skiftir máli. Þegar ríkisstjórnin tók við fyrir 3 árum þá var fjöldi yfirmanna stærstu bankanna skipaðir sem ráðgjafar helstu ráðherra. Réttnefni væri gæslumenn og stjórnendur ráðherra. Þetta er líkingamynd af "Baldri og Konna" ljóslifandi - ráðherrarnir í hlutverki Konna búktalarbrúðu, svo það sé á hreinu.

íÍpistli þínum heillar mig mest hugmynd þín um Málsvarnarsjóð. Slíkt væri stórkostlegur stuðningur og góð tilfinning að vita að við sjálf og aðrir ættum ÖLL möguleika á að geta leitað réttar okkar ef á okkur er brotið. Hugsanlega yrði það með tímanum aukin öryggisventill gegn lagabrotum hins opinbera eða einka fjármálastofnanna gegn almenningi.

Sólbjörg, 25.2.2012 kl. 21:29

Um bloggið

Guðmundur Kjartansson

Höfundur

Guðmundur Kjartansson
Guðmundur Kjartansson
Fæddur í Reykjavík, uppalinn í Borgarfirði. Hef lengst af starfað við verslun og viðskipti, landbúnað og ferðamál. Stúd. MR. Nám við H.í. og síðar í Bandaríkjunum. Lauk þaðan BA í Busin. Adm. Finance og síðar MBA af stjórnunarsviði. Endurmenntun og fjöldi námskeiða HÍ og HR. Hef ritað talsvert í blöð, m.a. um skatta- og tollamál, landbúnað ofl. Á blog.is síðan í feb. 2011. Meðlimur í Fél. Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá 2000.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9794_3856_n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 44816

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband